Um sýninguna
Af hverju Stóra Brúðkaupssýningin
Stóra brúðkaupssýningin er fyrir verðandi brúðhjón, þá sem eru í brúðkaupshugleiðingum og fyrir alla aðra sem áhuga hafa á vörum og þjónustu tengdum brúðkaupum. Almennt má segja að verðandi brúðhjón séu nokkuð óupplýst um hvaða vörur og þjónusta er í boði á markaðinum hverju sinni.
Á sýningunni er skapaður sameiginlegur vettvangur fyrir alla helstu sölu- og þjónustuaðila og tilvonandi brúðhjónum er þannig gefin kostur á að kynna sér helstu stefnur og straumar í brúðkaupshaldi, vörum og þjónustu.

Hvað kostar að taka þátt?
Hægt er að leigja sýningarsvæði með og án sýningarkerfis. Verð fyrir fermeter án sýningarkerfis er kr. 31.300 og með sýningarkerfi 39.800.
Verð eru án virðisaukaskatts. Lágmarksleiga er 4 fermetrar.
10 ástæður til að taka þátt í sýningunni
1. Markhópurinn þinn er samankominn á einum stað
2. Sterkt vörumerki sem gert er ráð fyrir að endurtaki sig árlega
3. Áætlaður gestafjöldi er um 7.000-8.000 manns
4. Gert er ráð fyrir að um 55% gesta kaupi vörur eða þjónustu á sýningunni
5. Skipulögð dagskrá, skemmtilegar uppákomur og tískusýning báða dagana
6. Mikil áhersla lögð á að kynna sýninguna með áberandi hætti á öllum helstu miðlum
7. Gert verður kynningarmyndband um sýninguna.
8. Gólfplan með staðsetningu fyrirtækja dreift til gesta á sýningunni
9. Sýningin stendur í tvo daga, laugardag frá 14-19 og sunnudag frá 13-18.
10. Þátttökukostnaður er aðeins frá 125.200 + vsk fyrir 4 fermetra gólfpláss.